Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. ágúst 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Roma í viðræðum um kaup á Lovren
Mynd: Getty Images
Roma er í viðræðum við Liverpool um kaup á miðverðinum Dejan Lovren.

Roma er tilbúið að kaupa Lovren á 15 milljónir punda eða 18 milljónr evra.

Króatinn er sjálfur tilbúinn að fara frá Liverpool eftir að hafa misst sæti sitt í liðinu í kringum áramótin.

Lovren hefur lítið spilað síðan þá en hann er núna á eftir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip í baráttu um sæti í byrjunarliðinu.

AC Milan hefur einnig sýnt hinum þrítuga Lovren áhuga og allt bendir til þess að hann yfirgefi herbúðir Liverpool á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner