Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. nóvember 2021 16:00
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Finnland sótti þrjú stór stig til Bosníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bosnia Herzegovina 1 - 3 Finland
0-1 Marcus Forss ('29 )
0-2 Robin Lod ('51 )
1-2 Luka Menalo ('69 )
1-3 Daniel OShaughnessy ('73 )

Rautt spjald: Jukka Raitala, Finland ('37)

Fyrsta leik dagsins í undankeppni HM er lokið en þar áttust við Bosnia Hersegóvína og Finnland í D-riðli.

Leikurinn var mjög mikilvægur en Úkraína, Finnland og Bosnía eru að berjast um annað sæti riðilsins sem gefur sæti í umspil fyrir HM í Qatar á næsta ári.

Það voru gestirnir frá Finnlandi sem byrjuðu betur og fékk liðið vítaspyrnu á 25. mínútu. Teemu Pukki steig á punktinn en hann lét hins vegar verja frá sér.

Þetta lét Finnland ekki á sig fá og náði liðið forystunni á 29. mínútu leiksins þegar Marcus Forss skoraði. Jukka Raitala fékk rautt spjald hjá Finnlandi á 37. mínútu og því heimamenn í Bosníu manni fleiri í tæpa klukkustund.

Bosnía náði hins vegar alls ekki að nýta sér liðsmuninn. Robin Lod kom Finnlandi í tveggja marka forystu eftir slæm mistök í vörn heimamanna. Luka Menalo minnkaði muninn fyrir Bosníu á 69. mínútu en Daniel OShaughnessy gerði út um leikinn þegar um korter var eftir.

Gífurlega mikilvægur sigur Finnlands staðreynd en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með ellefu stig á meðan Bosnía er fjórða sætinu með sjö stig.
Athugasemdir
banner