Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Javier Pastore farinn til Katar (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Argentínski sóknartengiliðurinn Javier Pastore er búinn að skrifa undir samning við Qatar SC sem leikur í katörsku Ofurdeildinni og situr þar í fimmta sæti, níu stigum eftir toppliði Al Arabi.


Pastore, sem er 33 ára, braust fram í sviðsljósið með Palermo á Ítalíu og var keyptur til PSG í Frakklandi skömmu eftir 22 ára afmælisdaginn. Hann byrjaði af krafti í París en meiðsli settu strik í reikninginn og spilaði Pastore að lokum 269 leiki á sjö árum hjá PSG.

Pastore, sem á 29 landsleiki fyrir Argentínu, vann frönsku deildina fimm sinnum með PSG og hélt svo til Roma þar sem hann náði sér ekki á strik. Þaðan fór hann til Elche og núna er hann kominn til Katar.

Hann mun leika á miðjunni hjá Qatar SC, með Javi Martinez í varnarlínunni fyrir aftan sig. Martinez, 34 ára, gekk í raðir félagsins fyrir einu og hálfu ári síðan - eftir níu ár innan herbúða FC Bayern.


Athugasemdir
banner
banner