Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. janúar 2023 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Nýliðarnir láta þjálfarann fara (Staðfest)
Mynd: EPA
Cremonese er án þjálfara eftir að Massimiliano Alvini var látinn taka poka sinn í dag eftir 3-2 tapið gegn Monza í Seríu A.

Alvini var ráðinn til félagsins í sumar en þetta var fyrsta starf hans í efstu deild.

Cremonese kom sér upp í efstu deild eftir síðasta tímabili er það lenti í 2. sæti B-deildarinnar.

Liðið er í neðsta sæti í Seríu A og án sigurs úr fyrstu átján leikjunum en liðið hefur tapað ellefu og gert sjö jafntefli.

Alvini var látinn fara í dag en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hver tekur við keflinu af honum.
Athugasemdir
banner