Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 14. febrúar 2021 12:45
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Ég bauð Vardy mjög góð laun
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, segist sjá eftir því að hafa ekki tekist að kaupa sóknarmanninn öfluga Jamie Vardy frá Leicester City eftir að félagið vann ensku úrvalsdeildina 2016.

Arsenal endaði í öðru sæti deildarinnar það árið og samþykkti Leicester tilboð í Vardy. Sóknarmaðurinn hafnaði þó samningstilboði Arsenal og skrifaði undir nýjan samning við Leicester.

„Ég bauð honum mjög góð laun en Leicester vildi alls ekki missa sinn helsta markaskorara. Þeir hafa boðið honum lengri samning með svipuðum launum og við buðum honum," sagði Wenger.

„Hann er stórkostlegur leikmaður með frábæra einbeitingu. Hann er alltaf virkur partur af leiknum og tilbúinn til að taka á rás hvenær sem er. Hann lætur ekkert á sig fá, þó hann klúðri góðu færi þá heldur hann haus."
Athugasemdir
banner
banner
banner