Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. mars 2021 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta vildi ekki segja hvað Aubameyang gerði
Aubameyang og Arteta:
Aubameyang og Arteta:
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang byrjar á bekknum hjá Arsenal gegn erkifjendunum í Tottenham núna á eftir. Leikurinn hefst klukkan 16:30.

Aubameyang, sem er fyrirliði Arsenal, byrjar ekki út af agavandamálum.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfesti þetta en vildi ekki segja til um hvað nákvæmlega hefði gerst.

„Hann átti að byrja leikinn en það komu upp agavandamál. Við erum ferli sem við verðum að virða fyrir hvern leik og þannig er það bara," sagði Arteta.

„Þetta var ákvörðun sem við tókum eftir að við vorum búnir að meta allt."

Alexandre Lacazette byrjar sem fremsti maður Arsenal í dag.
Athugasemdir
banner
banner