Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 22:31
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Arnar Grétars um Gylfa: Munu fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp
Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson.
Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi Þór Sigurðsson segir það hafa verið gríðarleg vonbrigði að vera ekki valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Úkraínu í umspilinu eftir viku.

Gylfi hefur verið í endurhæfingu og ekki spilað leik síðan 4. nóvember. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var spurður út í stöðuna á Gylfa í viðtali við Vísi í dag.

„Það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað," segir Arnar og segir að það þurfi að halda vel utan um Gylfa næstu vikurnar og passa upp á að ekki komi bakslag.

„Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner