Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Salah og Nunez byrja - Dybala á bekknum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Byrjunarlið kvöldsins fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hafa verið tilkynnt, þar sem Liverpool tekur á móti Sparta Prag eftir stórsigur í fyrri leiknum í Tékklandi.

Jürgen Klopp teflir fram sterku byrjunarliði þrátt fyrir þægilega stöðu, þar sem Mohamed og Darwin Nunez leiða sóknarlínuna ásamt Cody Gakpo.

Conor Bradley, Jarell Quansah og Bobby Clark fá tækifæri í byrjunarliðinu í dag, en Liverpool er án níu leikmanna vegna meiðsla.

Brighton og Roma eigast þá við í öðrum leik á Englandi, þar sem heimamenn í Brighton þurfa stórsigur til að eiga möguleika á að komast áfram í næstu umferð.

Rómverjar unnu 4-0 á heimavelli og hefur Roberto De Zerbi gert þrjár breytingar á byrjunarliði Brighton frá tapinu. Adam Lallana, Pervis Estupinan og Bart Verbruggen koma inn í liðið.

Daniele De Rossi gerir fjórar breytingar á liði Roma þar sem Paulo Dybala, Romelu Lukaku, Stephan El Shaarawy og Leandro Paredes detta úr byrjunarliðinu. Lukaku er að glíma við smávægileg meiðsli á meðan hinir þrír fá verðskuldaða hvíld.

Lærisveinar Xabi Alonso eiga þá heimaleik við Qarabag eftir að hafa gert 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Aserbaídsjan. Þar komust heimamenn óvænt í tveggja marka forystu fyrir leikhlé en gestirnir frá Leverkusen náðu að jafna í síðari hálfleik.

Alonso teflir fram sterku byrjunarliði gegn Qarabag og er einnig með gífurlega öflugan varamannabekk.

Að lokum eigast Atalanta og Sporting við eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Gian Piero Gasperini gerir eina breytingu frá jafnteflinu í Portúgal, þar sem Mitchel Bakker kemur inn í vinstri vængbakvörð fyrir Matteo Ruggeri.

Þá gerir Rúben Amorim sex breytingar á byrjunarliði Sporting þar sem ýmsir lykilmenn snúa aftur. Viktor Gyökeres, Pedro Goncalves og Goncalo Inacio eru meðal þeirra sem koma inn í byrjunarliðið fyrir þessa spennandi viðureign.

Liverpool: Kelleher, Bradley, Gomez, Quansah, Robertson, Endo, Clark, Szoboszlai, Gakpo, Salah, Nunez
Varamenn: Adrian, Diaz, Mac Allister, Tsimikas, Van Dijk, Danns, Elliott, Gordon, Koumas, McConnell, Musialowski, Mrozek



Brighton: Verbruggen, Lamptey, Van Hecke, Dunk, Estupinan, Gross, Gilmour, Lallana, Enciso, Adingra, Welbeck

Roma: Svilar, Celik, Ndicka, Mancini, Spinazzola, Cristante, Bove, Zalewski, Baldanzi, Pellegrini, Azmoun



Leverkusen: Kovar, Tapsoba, Kossounou, Hincapie, Andrich, Xhaka, Frimpong, Adli, Hofmann, Wirtz, Iglesias
Varamenn: Grimaldo, Tella, Schick, Hlozek, Palacios, Puerta, Stanisic, Tah, Hradecky, Lomb



Atalanta: Musso, Hien, Djimsiti, Kolasinac, De Roon, Ederson, Holm, Bakker, Miranchuk, Lookman, Scamacca

Sporting: Israel, St. Juste, Diomande, Esgaio, Hjulmand, Inacio, Reis, Edwards, Goncalves, Trincao, Gyökeres
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner