Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Selfoss og Þróttur V. með sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Þróttur V.
Það fóru tveir leikir fram í B-deild Lengjubikars karla í kvöld þar sem Selfoss lagði Reyni Sandgerði að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Staðan var markalaus í leikhlé en Spánverjarnir Adrian Sanchez og Gonzalo Zamorano skoruðu sitthvort markið til að tryggja sigurinn í síðari hálfleik.

Sanchez kom Selfyssingum yfir en Moussa Brou jafnaði skömmu síðar fyrir Reynismenn. Staðan hélst jöfn allt þar til í uppbótartímanum, þegar Gonzalo gerði sigurmark heimamanna.

Selfoss lýkur riðlakeppninni með átta stig úr fimm umferðum, á meðan Reynismenn eru með þrjú stig fyrir lokaumferðina.

Þá var mikið fjör á Fjölnisvelli þegar Vængir Júpíters tóku á móti Þrótti Vogum.

Vængirnir tóku forystuna í tvígang í fyrri hálfleik en í bæði skiptin tókst Vogamönnum að svara og því var staðan jöfn, 2-2, í leikhlé.

Mirza Hasecic tók forystuna fyrir Þrótt í upphafi síðari hálfleiks og tókst gestunum að halda henni til leiksloka. Lokatölur urðu 2-3 og trónir Þróttur áfram á toppi riðilsins, núna með 10 stig eftir fjórar umferðir.

Vængirnir eiga aðeins þrjú stig fyrir lokaumferðina.

Selfoss 2 - 1 Reynir S.
1-0 Adrian Sanchez ('69 )
1-1 Moussa Ismael Sidibe Brou ('74 )
2-1 Gonzalo Zamorano Leon ('92 )

Vængir Júpiters 2 - 3 Þróttur V.
1-0 Anton Breki Óskarsson ('4 )
1-1 Franz Bergmann Heimisson ('13 )
2-1 Aron Heimisson ('38 )
2-2 Ásgeir Marteinsson ('41 , Mark úr víti)
2-3 Mirza Hasecic ('49 )
Athugasemdir
banner
banner