Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 08:22
Elvar Geir Magnússon
PSG undirbýr tilboð í Rashford og hefur líka áhuga á Luis Díaz
Powerade
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gleison Bremer orðaður við Man Utd.
Gleison Bremer orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Xavi Simons.
Xavi Simons.
Mynd: EPA
Matías Soule.
Matías Soule.
Mynd: EPA
Rashford, Díaz, Lukaku, Arrizabalaga, Bremer, Branthwaite, De Zerbi, Silva. Svona er slúðrið í dag.

Paris St-Germain undirbýr 80 milljóna punda tilboð í enska framherjann Marcus Rashford (26) og er tilbúið að borga honum 500 þúsund pund í vikulaun. (Star)

PSG hefur áhuga á kólumbíska vængmanninum Luis Díaz (27) hjá Liverpool. Frakklandsmeistararnir gætu reynt að fá hann til að fylla skarð Kylian Mbappe (25) sem er á leið til Real Madrid. (El Pais)

Todd Boehly eigandi Chelsea vill selja Romelu Lukaku (30) en belgíski sóknarmaðurinn er hjá Roma á láni. Hann vill einnig selja spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (29), sem er hjá Real Madrid á láni. Hann reynir að selja á til Sádi-Arabíu og vonast til að fá inn yfir 100 milljónir punda. (TalkSport)

Manchester United hefur sett í forgang að fá inn nýjan miðvörð í sumar. Brasilíumaðurinn Gleison Bremer (26) hjá Juventus og enski varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite (21) eru á listanum. (i)

Brighton óttast að Roberto De Zerbi muni fara í sumar en stjórinn hefur verið orðaður við Barcelona, Chelsea og Liverpool. (Times)

Joe Gomez (26) varnarmaður Liverpool, Ivan Toney (27) sóknarmaður Brentford og Jack Butland (31) markvörður Rangers verða í enska landsliðshópnum fyrir vináttulandsleiki gegn Brasilíu og Belgíu í mars. (Sky Sports)

Liverpool er meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á þýska framherjanum Maximilian Beier (21) hjá Hoffenheim. (Bild)

Paris St-Germain gæti boðið hollenska miðjumanninn Xavi Simons (20), sem er hjá RB Leipzig á láni, sem hluta af tilboði í Bernardo Silva (29), portúgalska miðjumanninn hjá Manchester City. (CaughtOffside)

Barcelona mun skoða það að selja úrúgvæska varnarmanninn Ronald Araujo (25), sem hefur verið orðaður við Bayern München, ef tilboð berst upp á 100 milljónir evra. (ESPN)

Guiseppe Marotta framkvæmdastjóri Inter býst við því að argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez framlengi samning sinn við félagið. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal vill fá bandaríska markvörðinn Patrick Schulte (23) frá Columbus Crew ed Aaron Ramsdale (25) fer í sumar. (Telegraph)

Arsenal vinnur að launapakka fyrir spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) áður en félagið reynir að fá hann frá Real Sociedad. (Football Transfers)

Chelsea mun fá hluta af innkomunni ef Bayern München selur þýska landsliðsmanninn Jamal Musiala (21) sem hefur verið orðaður við Manchester City og Liverpool. (Mail)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Brentford um að fá Bernardo Cueva sem nýjan sérfræðing í föstum leikatriðum. (Athletic)

Southampton mun reyna að fá argentínska framherjann Matias Soule (20) frá Juventus ef félagið kemst upp í ensku úrvalsdeildina. Crystal Palace, Newvastle og Aston Villa hafa líka á huga á Soule sem er á láni hjá Frosinone. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner