Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Fiorentina áfram - Góð endurkoma hjá PAOK
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fiorentina er meðal fyrstu þriggja liða til að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar í ár, eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra.

Ítalirnir fengu Maccabi Haifa í heimsókn í dag eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-4 á hlutlausum velli. Antonin Barak tók forystuna í síðari hálfleik en ísraelsku gestirnir gáfust aldrei upp og minnkuðu muninn á lokakafla leiksins. Þeim tókst ekki að skora annað mark til að knýja leikinn í framlengingu og fer Fiorentina því áfram þrátt fyrir jafntefli á heimavelli.

Fiorentina stefnir á að komast aftur í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar eins og í fyrra, en leiðin gæti orðið erfið þar sem það eru ennþá sterk lið eftir í keppninni.

Fenerbahce og PAOK eru einnig komin áfram í næstu umferð eftir leiki dagsins.

Fenerbahce tapaði á heimavelli gegn Royale Union Saint-Gilloise, en tyrkneska stórveldið hvíldi ýmsa lykilmenn og þá voru aðrir fjarverandi vegna meiðsla.

Fenerbahce fer þægilega áfram í næstu umferð þrátt fyrir tapið, eftir að hafa sigrað fyrri viðureignina 0-3 í Belgíu.

PAOK rúllaði þá yfir Dinamo Zagreb, eftir að hafa tapað fyrri leiknum úti í Króatíu.

Grikkirnir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fimm mörk á heimavelli til að slá Zagreb úr leik.

Fiorentina 1 - 1 Maccabi Haifa (5-4 samanlagt)
1-0 Antonin Barak ('59 )
1-1 Anan Khalaili ('88 )

Fenerbahce 0 - 1 St. Gilloise (3-1 samanlagt)
0-1 Mathias Rasmussen ('68 )

PAOK 5 - 1 Dinamo Zagreb (5-3 samanlagt)
1-0 Abdul Rahman Baba ('27 )
2-0 Petar Sucic ('33 , sjálfsmark)
3-0 Brandon Thomas ('42 )
3-1 Arber Hoxha ('49 )
4-1 Konstantinos Koulierakis ('73 )
5-1 Andrija Zivkovic ('88 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner