Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 14. apríl 2020 23:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm ríkustu eigendurnir í úrvalsdeildinni
Mansour og Pep Guardiola.
Mansour og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Roman Abramovich.
Roman Abramovich.
Mynd: Getty Images
Mikið er rætt um möguleg kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle sem er í eigu Mike Ashley. Í tilefni þess að möguleiki er á því að félagið verði keypt, og kaupandinn er moldríkur sádí-arabískur krónprins, ákvað Liverpool Echo að taka saman ríkustu eigendurna í úrvalsdeildinni.

Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United kemst ekki inn á topp fimm listan og ekki heldur Joe Lewis, eigandi Tottenham.

Man United - Glazer, 3,8 milljarðar punda.
Tottenham - Joe Lewis, 3,7 milljarðar punda.
Crystal Palace - Joshua Harris, 3,3 milljarðar punda.
Leicester - Sridvaddhanaprabha, 2,9 milljarðar punda.

Þessir fjórir eigendur hér að ofan eru ekki á topp fimm listanum en Liverpool Echo ákvað þó að nefna þá.

#5 Aston Villa
Nassef Sawiris (4,6) og Wes Eden (2). Samtals 6,6 milljarðar punda. Hinn egypski Sawiris og bandaríski Eden björguðu Villa í júlí 2018 og versluðu duglega síðasta sumar.

#4 Wolves
Fosun hópurinn undir stjórn Guo Guangchang. 5,4 milljarðar, samtals minna en eigendur Villa en Guangchang er þó skellt í 4. sætið. Komið Wolves ofarlega í töfluna með aðstoð frá Portúgal.

#3 Arsenal
Stan Kroenke, 8 milljarðar punda. Kroenke á Denver Nuggets, LA Rams og hefur átt Arsenal frá árinu 2011.

#2 Chelsea
Roman Abramovich, 9,2 milljarðar punda. Keypti Chelsea árið 2003 og liðið krækt í fimm Englandsmeistaratitla síðan sem og sigur í Meistaradeildinni.

#1 Manchester City
Abu Dhabi hópurinnn sem Sheikh Mansour er aðalkallinn í. 17,7 milljarðar punda. Keypti City 2008 og breytt í risalið. Fjórir Englandsmeistaratitlar og enska þrennan 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner