Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. ágúst 2018 19:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Meistaradeild Evrópu: Hannes og félagar úr leik
Hannes og félagar gætu mætt Val í næstu umferð.
Hannes og félagar gætu mætt Val í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson og lið hans Quarabag er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn BATE í dag.

Quarabag tapaði fyrri leiknum á heimavelli 1-0 og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur. Það byrjaði ekki vel en Mirko Ivanic kom BATE yfir á 20. mínútu leiksins.

Quarabag tókst að jafna metin á 54. mínútu en komst ekki nær. Þeir misstu auk þess Innocent Emeghara af velli með sitt annað gula spjald á 77. mínútu.

Quarabag fer því í umspil í Evrópudeildinni og mun annaðhvort mæta Val eða Sherrif en liðin eigast við á Hlíðarenda næstkomandi fimmtudag klukkan 19.

Einum öðrum leik er lokið en í honum sigraði Dynamo Kiyv lið Slavia Prag með tveimur mörkum gegn engu og er því komið áfram í næstu umferð.

Bate 1-1 Quarabag
1-0 Mirko Ivanić ('20)
1-1 Michel ('54)

BATE 2-0 Slavia Prague
1-0 Benjamin Verbič ('11)
2-0 Artem Besedin ('74)

Athugasemdir
banner
banner
banner