Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. ágúst 2018 20:11
Ingólfur Páll Ingólfsson
Meistaradeildin: Malmö úr leik - Celtic tapaði
Arnór og félagar í Malmö eru úr leik.
Arnór og félagar í Malmö eru úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason og félagar máttu sætta sig við markalaust jafntefli gegn Videoton frá Ungverjalandi í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Úrslitin þýða að Malmö er úr leik en fyrri leiknum fór 1-1 á heimavelli Malmö og Videoton fer því áfram í næstu umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Malmö fer því í umspil í forkeppni Evrópudeildarinnar. Arnór Ingvi var ekki í hóp hjá Malmö í kvöld.

Það var nóg um að vera í undankeppninni og þar má helst nefna að Celtic datt úr leik eftir tap gegn AEK Athens á útivelli. Grísku liðin gerðu það gott í kvöld því að PAOK sló út Spartak Moskvu eftir 0-0 jafntefli, PAOK sigraði fyrri leikinn á heimavelli.

Þá komst Benfica áfram í næstu umferð eftir 1-1 jafntefli við Fenerbache í kvöld. Benfica sigraði fyrri leikinn á heimavelli með einu marki gegn engu.

Þremur leikjum er enn ólokið en þar eru Ajax og Salzburg svo gott sem kominn áfram í næstu umferð. Mesta spennan er í leik Spartak Tvarna og Crvena Zvezda þar sem staðan er 1-1. Verði úrslit leiksins svo mun þurfa að grípa til framlengingar. Öll helstu úrslit og markaskorara kvöldsins má sjá hér að neðan.

Vidi 0 - 0 Malmo FF
0-0 Danko Lazovic ('67 , Misnotað víti)

Fenerbahce 1 - 1 Benfica
0-1 Gedson Fernandes ('26 )
1-1 Alper Potuk ('45 )

Spartak 0 - 0 PAOK
Rautt spjald:Luiz Adriano, Spartak ('33)

Shkendija 0 - 1 Salzburg
0-1 Andre Ramalho ('90 )

AEK 2 - 1 Celtic
1-0 Rodrigo Galo ('6 )
2-0 Marko Livaja ('50 )
2-1 Scott Sinclair ('78 )

Athugasemdir
banner
banner
banner