Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 15:27
Aksentije Milisic
Ödegaard: Hef ekki spilað jafn mikið og ég hefði viljað
Mynd: EPA
Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal og norska landsliðsins, segir að hann sé ekki búinn að spila jafn mikið og hann hefði viljað fyrir Arsenal á þessu tímabili.

Ödegaard er ekki fastamaður í byrjunarliðinu hjá Arsenal en hann kemur reglulega inn af bekknum.

Normaðurinn viðurkennir að hann hefði vilja spilað meira á þessu tímabili en á sama tíma hrósaði hann samherjum sínum og þeim leikmönnum sem komu inn í liðið.

„Ég datt út úr liðinu og þeir sem komu inn stóðu sig vel. Ég hef ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað en svona er fótboltinn. Þeir sem hafa spilað hafa staðið sig vel. Við höfum staðið okkur vel sem lið, það er jákvætt," sagði Ödegaard.

Ödegaard var í eldlínunni með Noregi í gær en liðið gerði svekkjandi 0-0 jafntefli gegn Lettlandi á heimavelli. Liðið mætir Hollandi á útivelli í lokaumferðinni en riðilinn er ennþá galopinn og allt getur gerst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner