Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 15:10
Elvar Geir Magnússon
Dembele bannað að spila tölvuleiki á næturna
Ousmane Dembele í leik með Barcelona.
Ousmane Dembele í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona ætlar að hjálpa Ousmane Dembele að breyta líferni sínu en hann hefur verið í vandræðum utan vallar.

Síðasta sunnudag mætti hann tveimur tímum of seint á æfingu en hann á það til að vaka á næturna og spila tölvuleiki.

Barcelona hefur bannað Frakkanum að halda því líferni áfram og skipað honum að hafa alltaf kveikt á símanum svo hægt sé að ná í hann allan tíma sólarhringsins.

Börsungar hafa mikla trú á hæfileikum Dembele og Ernesto Valverde hefur sett strangari agareglur fyrir leikmanninn.

Dembele skoraði í grannaslagnum gegn Espanyol síðasta laugardag en mætti svo of seint á æfingu daginn eftir. Hann skoraði svo aftur í jafnteflinu gegn Tottenham í Meistaradeildinni í vikunni.

Dembele bað liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner