Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 13:55
Magnús Már Einarsson
Klopp: Engin meiðslakrísa hjá Liverpool
Bjartsýnn.
Bjartsýnn.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að engin meiðslakrísa sé í gangi hjá liðinu. Varnarmennirnir Joe Gomez, Joel Matip og Trent Alexander-Arnold verða allir frá næstu vikurnar.

Virgil van Dijk og Dejan Lovren eru einu heilu miðverðirnir hjá Liverpool og James Milner þarf líklega að leysa hægri bakvörðinn gegn Manchester United á sunnudag.

„Þetta er staðan okkar. Þetta er bara krísa ef þú telur að þetta sé krísa. Meiðslin hjá Trent eru ekki jafn alvarleg og hjá hinum tveimur strákunum en auðvitað eru þetta ekki toppfréttir. Það er á hreinu," sagði Klopp.

„Þetta er ekki töff en svo lengi sem við eigum nægilega marga leikmenn þá er okkar verkefni að finna lausn og við finnum hana fyrir helgina."

„Auðvitað er þetta samt ekki fullkomið,"
sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner