Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. janúar 2023 12:00
Aksentije Milisic
Mourinho: Ítalska bikarkeppnin sú versta í Evrópu
Mynd: EPA

Jose Mourinho, þjálfari AS Roma á Ítalíu, talar ekki fallega um ítölsku bikarkeppnina en hann er ekki sáttur með hvernig hún er sett upp. Hann segir keppnina ekki vernda smærri félögin.


Roma vann B-deildarlið Genoa í 16-liða úrslitum í miðri viku þar sem Paulo Dybala kom inn á sem varamaður og kláraði leikinn fyrir Rómverja. Liðið mætir Napoli í 8-liða úrslitum.

„Það verður aldrei nein sýning. Torino fór á útivöll og vann ítölsku meistarana (AC Milan). Risa úrslit í 16 liða úrslitum en þeir þurfa að spila aftur á útivelli í næstu umferð,” sagði Jose.

 „Hvar er fegurðin í Coppa Italia? Það væri gaman að spila á útivelli gegn liði í Serie B eða Serie C. Afhverju gerist það ekki? Fólk sættir sig við þetta eins og þetta er.”

„Við spiluðum gegn B-deildarliði á uppseldum heimavelli okkar. Ef það eru leikir í keppninni með fáum stuðningsmönnum þá verða þeir að skilja afhverju það er uppselt hjá okkur en ekki hjá hinum. Ég skil ekki hvernig þessi keppni er sett upp.”

„Á síðustu leiktíð enduðum við í sjötta sæti, þar á undan í sjöunda og ég vil efla bikarkeppnina. En þessi smærri lið vilja ekki spila, hvaða hvatningu hefur þetta fólk?”

Jose Mourinho snýr aftur á hliðarlínuna í Serie A deildinni í kvöld þegar Roma mætir Fiorentina en hann er að koma úr tveggja leikja banni.

Hann var hins vegar á hliðarlínunni þegar Roma vann Genoa í bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner