Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. janúar 2023 16:45
Aksentije Milisic
Real sagt leiða kapphlaupið um Bellingham
Mynd: Getty Images

Real Madrid telur sig hafa tekið mikilvæg skref í áttina að Jude Bellingham en mörg af stærstu liðum Evrópu eru á eftir Englendingnum.


Liverpool, PSG og Manchester City eru öll að reyna fá þennan þrælefnilega miðjumann Borussia Dortmund en hann er einungis 19 ára gamall.

Hann stóð sig mjög vel á HM í Katar og samkvæmt spænska miðlinum Marca þá gæti kappinn verið á leiðinni til Evrópumeistaranna í Real Madrid.

Hann er talinn vita hvað klúbburinn getur boðið honum en Real er sagt vera tilbúið að borga 90 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Aurelien Tchouameni og Eduardo Camavinga eru 22 og 20 ára gamlir miðjumenn hjá Real Madrid og því myndi Bellingham passar þar vel inn.

Real hefur lengi treyst á Toni Kroos, Luka Modric og Casemiro miðjuna en Casemiro gekk í raðir Man Utd á síðasta ári.

Toni Kroos er orðinn 33 ára gamall en Modric 37 ára.


Athugasemdir
banner