Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. mars 2021 06:00
Aksentije Milisic
Grótta semur við bandarískan markvörð (Staðfest)
Mynd: Grótta
Hin 23 ára gamla Maggie Smither mun verja mark Gróttu í sumar en þetta var tilkynnt á vef félagsins fyrr í kvöld.

Maggie hefur á ferli sínum leikið með South Dakota State í bandaríska háskólaboltanum og með tveimur liðum í WPSL sumardeildinni. Eins og kunnugt er gekk hin efnilega Tinna Brá Magnúsdóttir til liðs við Fylki í janúar en hún var aðalmarkvörður Gróttu í Lengjudeildinni síðasta sumar.

„Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið að spila með Gróttu í sumar. Það verður spennandi fyrir mig að spila í nýju landi og ég er viss um ég geti bætt mig sem leikmaður hjá félaginu. Ég hlakka til að vinna með Magnúsi og Pétri sem virka mjög vel á mig sem þjálfarar," sagði Maggie í viðtali við vef Gróttu.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir Gróttu. Við lögðum mikið í að finna sterkan markvörð í staðinn fyrir Tinnu og held við séum heppin að fá Maggie í okkar lið. Hún er öflugur leikmaður og hennar fyrrum þjálfarar í Bandaríkjunum bera henni vel söguna. Við vonum að Gróttufólk og aðrir Seltirningar taki vel á móti Maggie og hjálpi henni að aðlagast nýju umhverfi,“ sagði Magnús Örn Helgason, annar þjálfara Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner