Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drátturinn í Sambandsdeildina: Hákon mætir Aston Villa
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að draga í Meistaradeildina og Evrópudeildina í dag. Núna síðast var svo dregið í átta-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Af þeim liðum sem eftir eru, þá er Aston Villa líklega sigurstranglegasta liðið. Villa mun mæta Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í Lille.

Club Brugge mætir PAOK frá Grikklandi, Olympiakos og Fenerbahce eigast við og þá spilar Viktoria Plzen við Fiorentina frá Ítalíu.

Svona verða átta-liða úrslitin:
Club Brugge - PAOK
Olympiakos - Fenerbahce
Aston Villa - Lille
Viktoria Plzen - Fiorentina

Við sama tækifæri var dregið í undanúrslitin. Svona verða þau:
Aston Villa/Lille - Olympiakos/Fenerbahce
Viktoria Plzen/Fiorentina - Club Brugge/PAOK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner