Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn 16 ára og annar 17 ára í landsliðshópi Spánar
Pau Cubarsi.
Pau Cubarsi.
Mynd: Getty Images
Pau Cubarsi, ungur leikmaður Barcelona, hefur verið valinn í spænska landsliðið í fyrsta sinn.

Cubarsi er aðeins 17 ára gamall en hann hefur vakið athygli með Barcelona að undanförnu.

Cubarsi átti stórleik er Barcelona komst í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Cubarsi er 184 sm á hæð, yfirvegaður og afar lunkinn með boltann, en hann er talinn einn efnilegasti varnarmaðurinn til að koma upp úr La Masia-akademíunni á síðustu árum.

„Öll við sem höfum horft á Pau spila vitum hvernig leikmaður hann er og hvernig leikmaður hann getur orðið," sagði Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, þegar hann tilkynnti hópinn.

„Við vitum að hann getur náð afar langt. Við horfum ekki á aldurinn, við horfum á frammistöðuna."

Lamine Yamal, 16 ára gamall liðsfélagi Cubarsi, er einnig í landsliðshópnum en sá hefur nú þegar skorað tvö mörk í fjórum landsleikjum og er líklega mest spennandi fótboltamaður í heimi um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner
banner