Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola ekki að hugsa um aðra þrennu
Mynd: EPA
Manchester City tekur á móti Newcastle í 8-liða úrslitum enska FA bikarsins á morgun og er Pep Guardiola spenntur fyrir slagnum.

Man City afrekaði fyrstu stóru þrennu sögu sinnar í fyrra, þegar liðið vann ensku úrvalsdeildina, FA bikarinn og Meistaradeildina. Er það eitthvað sem Man City getur afrekað aftur í ár?

„Ég er ekki að hugsa um það núna, þetta er eitthvað sem ég mun hugsa um síðustu tvær eða þrjár vikur tímabilsins. Eins og staðan er núna þá hugsa ég bara um næsta leik, og hann er gegn Newcastle á morgun," svaraði Guardiola, en Man City yrði þá fyrsta enska félagið í sögunni til að vinna þrennuna eftirsóttu tvö ár í röð.

Kevin De Bruyne og Éderson verða ekki með gegn Newcastle vegna meiðsla. Jack Grealish gæti hins vegar tekið þátt í slagnum þar sem hann er kominn aftur úr meiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner