Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson: Mistök að fara til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Mynd: Al Ettifaq
Jordan Henderson, fyrrum miðjumaður Liverpool sem leikur fyrir Ajax í dag, viðurkennir að hafa gert mistök síðasta sumar þegar hann ákvað að yfirgefa Liverpool til að flytja til Sádi-Arabíu og spila fyrir Al-Ettifaq.

Henderson entist í hálft ár í Sádi-Arabíu, þar sem hann lék undir stjórn góðvinar sins Steven Gerrard, áður en hann fékk að rifta samningi sínum við félagið og skipta yfir til Ajax í hollenska boltanum.

„Deildin í Sádi-Arabíu er að stækka ört en hún hentar ekki fyrir mig. Ég gerði mistök með að fara þangað, ég er ánægður hérna hjá Ajax," sagði Henderson við Parool í Hollandi.

„Þetta var mjög stór ákvörðun síðasta sumar og mér leið eins og þetta væri rétt ákvörðun fyrir mig, en raunin varð önnur. Ég lærði mikið af þessum mistökum og held núna áfram með lífið.

„Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn eftir dvöl mína í Sádi-Arabíu. Ég á mjög góða vini þarna úti sem ég mun tala við að eilífu, það er margt jákvætt sem kom úr þessari reynslu."


Henderson var í byrjunarliði Ajax sem var slegið úr leik í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar á Villa Park í gærkvöldi. Áhorfendur bauluðu í hvert skipti sem Henderson snerti boltann, en hann er ekki í miklu uppáhaldi hjá enskum fótboltaáhugamönnum eftir félagsskiptin til Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner