Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 15. mars 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Númi verður tvítugur í desember.
Númi verður tvítugur í desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann var hluti af U19 landsliðinu sem lék á EM síðasta sumar.
Hann var hluti af U19 landsliðinu sem lék á EM síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Í leik með Gróttu í fyrra.
Í leik með Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék einn leik með Breiðabliki í efstu deild árið 2021.
Lék einn leik með Breiðabliki í efstu deild árið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég væ að vita að það barst kauptilboð í mig og það hljómaði virkilega spennandi. Það tók einhverjar 2-3 vikur fyrir félögin að ná saman, semja um kaup og kjör, og svo var þetta allt klárt," sagði Arnar Númi Gíslason sem keyptur var til Fylkis frá Breiðabliki í byrjun mánaðar.

Númi, eins og hann er alltaf kallaður, er nítján ára og hafði verið hjá Breiðabliki síðan 2021. Hann hafði fyrir það leikið með yngri flokkum FH og Hauka og lék fjóra leiki með Haukum í 2. deild sumarið 2020.

„Það stóð alveg til að vera áfram hjá Breiðabliki og reyna berjast um sæti í liðinu. En á þessum tímapunkti fannst mér besta skrefið að fara í Fylki og sé alls ekki eftir því."

„Það er virkilega spennandi það sem Fylkir er að gera núna, skemmtilegur og ungur hópur, vilja spila ungum mönnum. Ég er ungur maður og vil fá að spila, þannig ég tel þetta henta mér virkilega vel."


Umræðan um Fylki hefur verið á þá leið að liðið gæti verið í brasi í sumar. Hvernig lítur Númi á það?

„Ég sé það ekki fyrir, við erum með virkilega sterkt lið og teljum okkur vera samkeppnishæfa."

Var einhver einstaklingur sem gerði meira en annar til að fá þig í Fylki?

„Ég fór á fund með Rúnari (þjálfara). Hann sagði mér frá þessu og heillaði mig. Ég á líka fínustu félaga í Fylki og talaði við þá. Þeir svona endanlega náðu að selja mér þetta, hljómaði mjög vel."

Snöggur bakvörður
Hvernig leikmann er Fylkir að fá í Núma?

„Ég er vinstri bakvörður og get spilað báða kantana. Ég er fljótur, áræðinn, góður einn á móti einum bæði varnar- og sóknarlega. Ég er með mikla hlaupagetu, sprækur leikmaður."

„Nei, ég hef ekki alltaf verið bakvörður. Ég spilaði á kantinum, aðallega hægra megin, frammi, og framarlega á miðjunni. Það var ekki fyrr en ég kom inn í yngri landsliðin að ég byrjaði að spila vinstri bakvörð."


Tvö góð ár í Lengjudeildinni
Númi var lánaður til Fjölnis sumarið 2022 og svo Gróttu á síðasta tímabili. Hvernig var sá tími?

„Þetta voru tvö mjög góð ár, mjög gott í reynslubankann. Ég er kominn með yfir 40 leiki í Lengjudeildinni sem er virkilega gott. Ég spilaði minna hjá Fjölni, þá var ég bara 17 ára, samt virkilega góð reynsla. Í fyrra var ég í stærra hlutverki og spilaði flestar mínútur."

Með aðra styrkleika
Hjá Fylki var fyrir vinstri bakvörðurinn Arnór Breki Ásþórsson. Hvernig leggst samkeppnin við hann í Núma?

„Bara vel, öll samkeppni er holl. Hann er frábær leikmaður. Ég býð kannski upp á eitthvað annað sem hann hefur ekki, og öfugt."

Númi er ekkert sérstaklega hávaxinn. Hefur hann lent í vandræðum með það í bakverðinum?

„Nei, í rauninni ekki. Auðvitað hafa einhverjir spilað upp á það, en ég reyni bara að spila mitt besta eins og ég get. Ég er með aðra styrkleika en aðrir, er fljótur og reyni að spila út á mína styrkleika."

Eftir þessi tvö ár í Lengjudeildinni, var núna kominn tími á að fara í Bestu?

„Ég taldi það vera rétt næsta skref eftir tvö góð tímabil í Lengjudeildinni að stíga upp í deild þeirra bestu. Ég get ekki beðið eftir því að spila í Bestu deildinni."

Stundum þarf að opna nýjan kafla
Númi segir það hafa verið erfitt að fara frá Blikum.

„Ég fór þangað þegar ég var fimmtán ára gamall og var búinn að koma mér vel inn í hópinn, búinn að þekkja strákana lengi. Auðvitað er þetta alltaf erfitt, en stundum þarf maður bara að loka á þennan kafla og opna á nýjan."

U21 spilar inn í ákvörðunina
Númi lék á sínum tíma fjóra leiki með U17 og alls átján leiki með U19.

„Æðislegur tími, góður skóli. Það hefur alltaf verið góð gulrót að fara í landsliðsverkefni. Ótrúlegt ævintýri."

„Auðvitað er næsta markmiðið að komast í U21. Það er líka ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu deildina. Það er sjaldgæft að menn í Lengjudeildinni séu að spila í U21. Auðvitað er hugur minn þar,"
sagði Númi sem var í lok viðtals spurður út í æfingaferðina með Fylki.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner