Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
U16 sigraði Norður-Íra eftir vítaspyrnur
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Norður-Írland 1 - 1 Ísland
Mark Íslands: Fanney Lísa Jóhannesdóttir
1-3 í vítaspyrnukeppni

U16 ára landslið kvenna hefur lokið keppni í UEFA þróunarmóti á Norður-Írlandi og stóðu stelpurnar sig með mikilli prýði.

Þær spiluðu lokaleik mótsins í dag, þar sem þær gerðu jafntefli við Norður-Írland og höfðu svo betur í vítaspyrnukeppni. Ninna Björk Þorsteinsdóttir markvörður reyndist hetjan þar sem hún varði þrjár vítaspyrnur frá Norður-Írum.

Ísland var í fjögurra liða riðli ásamt Spáni, Belgíu og heimastelpum í Norður-Írlandi og byrjuðu Stelpurnar okkar á því að tapa naumlega gegn sterku liði Spánar, 2-1.

Því næst spilaði Ísland við Belgíu og gerði 1-1 jafntefli en vann leikinn svo í vítaspyrnukeppni og fékk því tvö stig, á meðan Belgía fékk eitt.

Ísland lýkur því keppni með fjögur stig eftir þrjár umferðir, jafnt Belgíu á stigum. Spánn vann mótið án vandræða og endar með fullt hús stiga.

Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Lilja Þórdís Guðjónsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir skoruðu mörk Íslands í vítaspyrnukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner