Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við sáum hvað hann gerði í leiknum gegn Manchester City"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson er í landsliðshópnum í umspilinu fyrir Evrópumótið, en það hefur verið mikil umræða í kringum Orra undanfarnar vikur.

Það er vegna þess að Orri hefur ekki verið í áhugaverðri stöðu hjá FC Kaupmannahöfn. Í fyrstu leikjunum eftir vetrarfrí var hann ekki í hóp hjá liðinu og svo kom hann inn í byrjunarliðið gegn Manchester City í Meistaradeildinni og stóð sig vel.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, veit hversu öflugur leikmaður Orri er og var ánægður að sjá hann spila í síðustu leikjum FCK.

„Við sáum hvað hann gerði í leiknum gegn Manchester City; átti frábæra stoðsendingu. Hann lagði svo mikið á sig í leiknum þar á eftir gegn Lyngby. Þá var Jordan Larsson utan hóps en hann er að berjast um að komast í sænska landsliðið. Það er erfitt að komast inn í liðið hjá FCK," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

„Ég var mjög ánægður að Orri fékk þessa síðustu leiki þar sem hann hafði ekki spilað lengi þar á undan. Stundum reyni ég að tala við þjálfarana um stöðu leikmannana. Það getur hjálpað. Það er mikilvægast fyrir landsliðsmenn að spila reglulega. Við erum með nokkra leikmenn sem hafa ekki verið að spila reglulega og það veldur mér áhyggjum."

Orri, sem er 19 ára gamall, er einn af fjórum framherjum í hópnum.


Athugasemdir
banner