Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 15. mars 2024 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Albert snýr aftur
Icelandair
Albert lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra.
Albert lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik kemur inn í hópinn fyrir Rúnar Alex.
Patrik kemur inn í hópinn fyrir Rúnar Alex.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Daníel Leó kemur inn.
Daníel Leó kemur inn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Age Hareide hefur opinberað 24 manna landsliðshóp sinn fyrir komandi landsliðsverkefni. Framundan eru tveir leikir, byrjað er á leik gegn Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM í sumar. Ef sigur vinnst þá mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik en ef leikurinn gegn Ísrael tapast mætir liðið tapliðinu úr hinu einvíginu í vináttuleik. Leikurinn gegn Ísrael fer fram í Búdapest þann 21. mars.

Landsliðsþjálfarinn gerir nokkrar breytingar á landsliðshópnum frá síðasta keppnisverkefni sem var í nóvember. Þeir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru ekki í hópnum og þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Stefán Teitur Þórðarson eru heldur ekki með.

Inn í hópinn koma þeir Albert Guðmundsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Daníel Leó Grétarsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson. Mikael Egill var kallaður inn í síðasta hóp vegna meiðsla Mikael Anderson og eru þeir í þetta skiptið báðir í hópnum. Albert snýr aftur í hópinn í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra.

Gylfi lék ekki með í nóvember en var valinn í upprunalega hópinn. Andri Lucas var kallaður inn fyrir hann. Í síðasta landsliðshóp voru 23 leikmenn en nú eru 24 í hópnum.

Hópurinn
Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson - CD Mafra - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 7 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir

Varnarmenn:
Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete - 13 leikir
Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 9 leikir
Daníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 15 leikir
Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 47 leikir, 3 mörk
Hjörtur Hermannsson - Pisa SC - 27 leikir, 1 mark
Guðlaugur Victor Pálsson - K.A.S. Eupen - 42 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur

Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 90 leikir, 8 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 24 leikir, 3 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 54 leikir, 5 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 15 leikir, 3 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikur
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 33 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 14 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 24 leikir, 2 mörk
Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers - 20 leikir, 2 mörk
Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 8 leikir

Framherjar:
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 6 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 20 leikir, 6 mörk
Alfreð Finnbogason - K.A.S. Eupen - 73 leikir, 18 mörk
Albert Guðmundsson - Genoa CFC - 35 leikir, 6 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner