Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. maí 2017 16:45
Magnús Már Einarsson
Af hverju er stúkan á Akureyrarvelli á þessum stað?
Völlurinn verður færður í sumar
Úr sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport í gær.  Áhorfendastúkan á Akureyrarvelli er langt frá miðju vallarins.
Úr sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport í gær. Áhorfendastúkan á Akureyrarvelli er langt frá miðju vallarins.
Mynd: Stöð2 Sport
Stuðningsmenn KA í stúkunni í gær.
Stuðningsmenn KA í stúkunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2004 þegar liðið lagði Fjölni 2-0 í gærkvöldi. Stúkan á Akureyrarvelli er staðsett á furðulegum stað og umræða um hana fór í gang á netinu í gær þegar bein sjónvarpsútsending var frá leiknum á Stöð 2 Sport. Hvernig stendur á því að stúkan sé á þessum stað á vellinum?

„Þegar stúkan var byggð á sínum tíma þá var þetta frjálsíþróttavöllur. Þá komu menn í mark í 100 metra hlaupi akkúrat þarna," sagði Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA við Fótbolta.net í dag.

„Það átti alltaf að tvöfalda stúkuna og bæta við hana. Menn hættu síðan við að hafa þetta sem frjálsíþróttavöll og hættu við að stækka stúkuna svo hún er þarna."

Miðjan færist nær stúkunni í sumar
Breyting verður á Akureyrarvelli í sumar til að stúkan verði nær miðju vallarins. Búið er að leggja gras fyrir aftan markið nær stúkunni og völlurinn verður færður lengra í þá átt.

„Við stefnum á það í sumar að geta fært völlinn í 15-18 metra til suður. Þá kemur stúkan nær miðju vallarins. Við förum í þá framkvæmd að færa völlinn frekar en stúkuna þar sem það er erfiðara í framkvæmd," sagði Sævar léttur.

Sævar segir að tíminn verði að leiða í ljós hvenær grasið fyrir aftan markið verði nógu tilbúið til að hægt sé að færa völlinn. Vonir standa þó til að það verði mögulega gert í landsleikjahléinu í júní.
Athugasemdir
banner