Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. maí 2019 12:14
Arnar Daði Arnarsson
Leik HK og ÍBV hefur verið frestað til morguns
ÍBV kemst ekki upp á land.
ÍBV kemst ekki upp á land.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur HK og ÍBV sem átti að fara fram í kvöld í Kórnum hefur verið frestað.

Nýr leiktími hefur verið ákveðinn og hefur leikurinn verður settur á, á morgun klukkan 18:45.

„Vegna röskunar á samgöngum hefur leik HK og ÍBV verið frestað til morguns. Fer leikurinn fram fimmtudaginn 16. maí kl. 18:45 í Kórnum," segir í tilkynningu frá KSÍ.

Leikurinn átti að vera fyrsti leikur 4. umferðar en þess í stað fara fram þrír leikir í kvöld.

Leikir 4. umferðar:
KA - Breiðablik (19:15 í kvöld)
ÍA - FH (19:15 í kvöld)
Víkingur R. - Stjarnan (19:15 í kvöld)
HK - ÍBV (18:45 á fimmtudag)
Fylkir - Valur (19:15 á fimmtudag)
Grindavík - KR (19:15 á fimmtudag)

Athugasemdir
banner