Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 15. maí 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Avram Glazer yfirgaf hótel í eigu föður Sjeik Jassim
Glazer á leik með Manchester United.
Glazer á leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Avram Glazer, einn af eigendum Manchester United, var myndaður þar sem hann yfirgaf hótel sem er í eigu föður Katarans Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani. Um er að ræða Claridges hótelið í London.

Margir telja þetta sterka vísbendingu um að Sjeik Jassim sé enn með í baráttunni um að verða næsti eigandi Manchester Unitedþ

Í síðustu viku sögðu enskir fjölmiðlar að Sir Jim Ratcliffe væri talinn líklegastur til að eignast félagið og að Glazer fjölskyldan væri spenntust fyrir tilboði breska auðkýfingsins.

Síðustu mánuði hefur verið mikið fjallað um tveggja hesta kapphlaup Ratcliffe við Sjeik Jassim um að kaupa enska stórliðið. Tilboð Ratcliffe hljóðar upp á 5 milljarða punda en Glazerarnir halda þá áfram að eiga hlut í félaginu. Sjeik Jassim bauð hærri upphæð en hann vill eignast félagið að öllu leyti.


Athugasemdir
banner
banner
banner