Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. júlí 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Torino hafnar risatilboði West Ham í Belotti
Andrea Belotti í leik með ítalska landsliðinu
Andrea Belotti í leik með ítalska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Torino hafnaði í dag 60 milljón evra tilboði West Ham United í Andrea Belotti. Tuttosport segir frá þessu á vef sínum.

Þessi 25 ára framherji kom til Torino frá Palermo árið 2015 og hefur raðað inn mörkum fyrir félagið.

Hann er með 70 mörk í 148 leikjum og gerði þar af 17 mörk á síðustu leiktíð.

Tuttosport hefur heimildir fyrir því að Torino hafi hafnað 60 milljón evra tilboði frá enska félaginu West Ham United en lítið gengur hjá félaginu að fá framherja inn.

Andy Carroll varð samningslaus í sumar og þá fór Lucas Perez til Spánar. Marko Arnautovic var seldur til Kína og þá reyndi West Ham við Maxi Gomez hjá Celta Vigo en hann var seldur til Valencia á dögunum og gengur leit West Ham því afar illa.
Athugasemdir
banner
banner