Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn hetja Hammarby - Kvaddi með stæl
Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby
Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, kvaddi sænska félagið Hammarby með stæl í kvöld er hann skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á Sundsvall.

Viðar Örn er í láni hjá Hammarby frá Rostov í Rússlandi en hann snýr aftur til Rússlands eftir tvo daga og var hann því að spila síðasta leik sinn fyrir sænska liðið.

Darijan Bojanic kom Hammarby yfir eftir hálftímaleik áður en Carlos Gracia jafnaði metin. Muamer Tankovic kom gestunum aftur yfir áður en Tobias Eriksson jafnaði á 59. mínútu.

Það var kominn uppbótartími er Viðar Örn skoraði sigurmarkið og tryggði Hammarby 3-2 sigur. Mögnuð kveðjustund og kom hann Hammarby upp í 6. sætið með 25 stig.

Viðar skoraði 7 mörk í 14 leikjum fyrir liðið. Óvíst er hvað hann mun taka sér fyrir hendur en Rostov ætti að geta nýtt krafta hans í rússnesku deildinni, það er ljóst.

Aron Jóhannsson er kominn til Hammarby fyrir Viðar en Aron verður ekki klár fyrr en í næsta leik.

Jón Dagur Þorsteinsson kom þá inná sem varamaður á 77. mínútu í 1-1 jafntefli AGF gegn Hobro. Þetta var fyrsti leikur AGF í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner