Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. júlí 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
William Saliba lánaður til Marseille (Staðfest)
Lánaður.
Lánaður.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur lánað franska miðvörðinn William Saliba til franska úrvalsdeildarfélagsins Marseille.

Hinn tvítugi Saliba varði sex mánuðum hjá Nice fyrr á þessu ári og spilaði þar 22 leiki.

Arsenal keypti Saliba frá Saint-Etienne í Frakklandi fyrir 27 milljónir punda fyrir tveimur árum síðan. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, treystir leikmanninum greinilega ekki enn.

Edu, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, segir að það verði mikilvægt fyrir þróun Saliba að verja tímabilinu hjá Marseille.

„Við munum auðvitað fylgjast vel með honum á tímabilinu og við óskum honum alls hins besta í Frakklandi með Marseille," segir Edu um skiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner