Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. september 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emery ætlar að leggja púður í Evrópudeildina
Mynd: Getty Images
Unai Emery, nýr stjóri Arsenal, ætlar ekki að gera eins og Arsene Wenger og nota varaliðið sitt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Arsenal komst alla leið í undanúrslit í fyrra þar sem Atletico Madrid hafði betur eftir dramatískar rimmur.

Wenger tefldi fram ungu varaliði í riðlakeppninni en Emery, sem vann Evrópudeildina þrisvar í röð með Sevilla, segist taka keppninni alvarlega.

„Núna er mikilvægt að hugsa um leik helgarinnar gegn Newcastle. Við þurfum þrjú stig þar, rétt eins og við þurfum þrjú stig í Evrópudeildinni. Þetta eru jafn mikilvægir leikir," sagði Emery.

„Ég hef sannað það á ferlinum að ég þekki leiðir til að ná því besta úr mönnum og það er mikilvægt að gera ekki of margar breytingar á byrjunarliðinu á milli Evrópu- og deildarleikja."

Rafael Benitez, samlandi Emery, er við stjórnvölinn hjá Newcastle og hafa þeir aðeins mæst einu sinni á ferlinum. Þá hafði Sevilla betur gegn Real Madrid.

„Benitez var fyrsti spænski þjálfarinn til að koma í úrvalsdeildina og býr yfir mikilli reynslu. Hann er mjög góður stjóri og Newcastle er gríðarlega erfitt heim að sækja, sérstaklega með þennan frábæra stuðning."
Athugasemdir
banner
banner