Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theódór Elmar ræðir við tyrknesk félög - Á KR möguleika?
Theódór Elmar Bjarnason. Hér er hann í leik með KR í Bose mótinu.
Theódór Elmar Bjarnason. Hér er hann í leik með KR í Bose mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason er að ræða við tvö félög í Tyrklandi en þetta kemur fram á vefsíðunni 433.is. Bæði félögin eru í tyrknesku B-deildinni, deild sem hann kannast vel við.

Theódór Elmar yfirgaf Elazigspor, sem leikur í B-deildinni í Tyrklandi, í síðasta mánuði. Félagið er í miklum fjárhagsvandræðum en ástæðan fyrir því að Elmar yfirgaf félagið er sú að það gat ekki borgað honum launin sín.

Elmar hefur verið að æfa með uppeldisfélagi sínu, KR, og spilaði hann með liðinu í Bose mótinu.

Í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur á Stjörnunni í Bose mótinu sagði Elmar að það væru einhverjar viðræður í gangi við KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði svo að hann vonaðist til að landa Elmari.

En samkvæmt frétt 433.is þá er útlit fyrir að Elmar verði áfram í atvinnumennsku, og áfram í Tyrklandi.

Theódór Elmar er 31 árs gamall og hefur verið í atvinnumennsku frá 2004, þegar hann fór frá KR og gekk í raðir skoska stórliðsins Celtic. Hann hefur einnig verið hjá Lyn í Noregi, Göteborg í Svíþjóð og Randers og AGF í Danmörku á ferli sínum.

Hann á 41 landsleik að baki fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner
banner