Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa blómstrað í deild þeirra bestu - „Maður er gríðarlega stoltur"
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: Getty Images
Luke Ayling.
Luke Ayling.
Mynd: Getty Images
Stuart Dallas.
Stuart Dallas.
Mynd: Getty Images
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Mynd: Aðsend
Það var Leeds umræða í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" hér á síðunni í gær.

Rætt var ítarlega um Leeds í þættinum en félagið komst aftur upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil eftir 16 ára vera í B- og C-deild. Leeds hefur gert mjög vel á leiktíðinni og er núna í 12. sæti deildarinnar.

Agnar Þór Hilmarsson og Máni Pétursson voru gestir þáttarins og ræddu þeir um fjóra útileikmenn sem hafa staðið sig mjög vel á tímabilinu. Tveir þeirra höfðu ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil og sá þriðji, sóknarmaðurinn Patrick Bamford, hafði spilað 27 leiki og skorað eitt mark með Crystal Palace, Norwich, Burnley og Middlesbrough. Á þessu tímabili er hann með 13 mörk í 28 leikjum.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hefur gert vel í að þá því mesta úr þessum leikmönnum.

Herforinginn á miðjunni
„Það sást í þessum leik hvað Kalvin Phillips er mikilvægur," sagði Máni og var þá að ræða um leikinn við Chelsea um síðustu helgi sem endaði með markalausu jafntefli.

„Gareth Southgate var að horfa á þetta og það kæmi mér verulega á óvart ef hann tæki hann ekki með (í enska landsliðshópinn). Hann er gjörsamlega frábær. Yfirferðin á honum er svakaleg."

Phillips er herforinginn á miðjunni og gríðarlega mikilvægur í leikplani Marcelo Bielsa.

„Það er svart og hvítt þegar hann er með og þegar hann er ekki með," sagði Agnar. „Það þarf tvo menn til að fylla þetta svæði sem hann er að fylla. Hann gerir okkur kleift að vera í þessum sóknarbolta og þessari háu pressu sem við erum í, því hann vinnur mikið af boltum. Við erum í vandræðum þegar við höfum þurft að setja Klich eða Struijk þarna niður."

Datt út af jólakortalistanum hjá mörgum
Máni segir að Leeds stuðningsmenn séu ekki brjálaðir Bamford aðdáendur. „Hann hefur farið verra með færi en nokkur framherji í sögu Leeds."

„Hann gerði það í Championship og hefur líka gert það í ensku úrvalsdeildinni. Það var líka atriði í leik gegn Aston Villa þar sem hann var að fiska og Leeds stuðningsmenn hafa litla þolinmæði fyrir því að menn séu að láta sig detta," sagði Máni.

„Maður datt út af jólakortalistanum hjá mörgum þegar maður var að ráðleggja fólki að taka Bamford ekki í Fantasy fyrir tímabilið enda var maður ekki að setja pening á það að hann myndi skora eins og hann er búinn að gera. Færanýtingin hans var afleit. Hann hefur komið gríðarlega á óvart. Bielsa hefur spilað honum hverja einustu mínútu - þegar hann er heill - frá því hann kom," sagði Agnar.

„Menn voru að segja að hann sé of lítill í ensku úrvalsdeildina en hann er heldur betur búinn að troða sokk upp í þá. Það er alveg sama þó hann sé búinn að fara illa með mörg færi, staðreyndin er sú að hann er alltaf í þessum færum og hann líka tekur sitt hlutverk að vera fyrsti varnarmaður mjög alvarlega," sagði Máni.

„Hann skilar gríðarlega góðu hlutverki og er mikilvægur í þessu kerfi hjá Bielsa. Það er magnað hvað hann er sterkur og vel staðsettur, og hann á mikilvægan þátt í uppspili liðsins. Það vantar ögn upp á að hann klári þessi dauðafæri," sagði Agnar en Máni telur að Bamford væri markahæstur í deildinni ef hann hefði klárað dauðafærin sem hann er að fá.

Hugsaðir að 'þessi myndi ekki fá atvinnumannasamning aftur'
Luke Ayling er varnarmaður sem er uppalinn hjá Arsenal og var að flakka á milli C-deildar og B-deildar áður en hann kom til Leeds. „Hann er búinn að eiga einn, tvo lélega leiki en annars er hann búinn að vera frábær," sagði Ayling.

Stuart Dallas er annar leikmaður sem hefur vakið athygli en hann hefur spilað nánast allar stöður í Leeds-liðinu og það er gríðarlega mikil vinnsla í honum, eitthvað sem Bielsa elskar.

„Þvílík vinnsla í einum leikmanni. Hann er búinn að þurfa að leysa allar stöður meira og minna," sagði Máni.

„Ef það væri verið að verðlauna fyrir framfarir, þá hefur hann tekið framfarir hvert einasta ár. Það er nóg að taka einhverjar 30 mínútur úr leik fyrir fjórum árum og þá hugsaðirðu með þér að 'þessi myndi ekki fá samning í atvinnumannafótbolta aftur," sagði Agnar.

„Þetta minnir mig á það sem Ferguson gerði; John O'Shea og Wes Brown eiga titla með Manchester United því þeir voru fyrst og fremst stórir og sterkir karakterar. Þeir (Leeds) spá í þessum hlutum. Það er ekki bara að þú hlaupir nóg, þú þarft að hlaupa rétt og þú þarft að vera með sterkan haus. Maður er gríðarlega stoltur af þessu liði því þessi mannskapur er hálfgert djók," sagði Máni.

„Þessi mannskapur sem fer upp endar í 13. sæti í Championship-deildinni áður en Bielsa tekur við. Þetta er gott til sami hópurinn," sagði Agnar.

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var meira rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner