Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. mars 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Man Utd þyrfti að gera Haaland að þeim launahæsta í sögunni
Haaland fagnar marki með Borussia Dortmund.
Haaland fagnar marki með Borussia Dortmund.
Mynd: Getty Images
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Mynd: Aðsend
Það kom fram í slúðurpakka dagsins að norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland sé efstur á óskalista Manchester United.

Haaland, sem er tvítugur að aldri, hefur farið á kostum með Borussia Dortmund. Hann hefur sannað sig sem einn allra besti sóknarmaður í heimi og er búinn að skora 47 mörk í 48 keppnisleikjum Dortmund.

Það verður eflaust hart barist um hann í næstu félagaskiptagluggum og hefur hann verið orðaður við flestöll stærstu félög heims.

Haaland barst í tal í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" hér á Fótbolta.net í gær. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson býst ekki við að Haaland fari til United nema að félagið geri hann að launahæsta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Haaland sé fæddur í Leeds og fjölskyldu hans líki ekki sérlega vel við Man Utd.

Alf-Inge Haaland, faðir Erling, lék með tveimur af helstu erkifjendum Manchester United; Leeds og Manchester City. Hann sagði eitt sinn að hann þoldi ekki United og rimmur hans og Roy Keane eru frægar.

Í Manchester-slag meiddist Alf-Inge illa á hné eftir ljóta tæklingu frá Keane sem fékk að líta rauða spjaldið. Nokkrum árum áður meiddist Keane illa eftir að hafa reynt að fella Haaland. Norðmaðurinn hraunaði yfir Keane sem lá í jörðinni. Keane hefndi sín svo og hraunaði yfir Haaland.

Alf-Inge sagði árið 2019 að hann hefði ekkert á móti því ef sonur sinn færi til Man Utd en það er spurning hvort hann hafi verið að segja satt og rétt frá þar. Það kemur kannski í ljós síðar.

„Menn eru mikið að ræða hvert hann er að fara og annað. Það eru einhverjir búnir að benda á að hann fari aldrei til Manchester United því fjölskylda hans hati United. Ég held að það sé staðreynd málsins, alla vega þá að United þyrfti að gera hann að launahæsta leikmanni sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef þeir ætla að fá hann. Ég geri ráð fyrir því," sagði Máni.

Haaland talar alltaf vel um Leeds og sagði hann fyrir nokkrum árum að draumurinn væri að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds.

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var meira rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner