Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 16:40
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Newcastle: Ortega í markinu - De Bruyne ekki með
Stefan Ortega.
Stefan Ortega.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Klukkan 17:30 hefst leikur Manchester City og Newcastle á Etihad vellinum en spilað er í átta liða úrslitum enska bikarsins.


Liðin mættust í deildabikarnum fyrr á tímabilinu þar sem Newcastle sló Englandsmeistarana úr keppni. Síðasti deildarleikur Man City fór jafntefli gegn Liverpool og Newcastle tapaði á Stamford Bridge gegn Chelsea síðasta mánudag.

Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir fimm breytingar á liðinu frá leiknum gegn Liverpool. Josko Gvardiol, Matteo Kovacic, Jeremy Doku, Ruben Dias og Ortega Moreno koma allir inn í liðið.

Kevin De Bruyne er ekki í leikmannahópnum í dag.

Hjá Newcastle koma þeir Jacob Murphy og Jamaal Lascelles í liðið en Tino Livramento er ekki í hópnum. Þá er Anthony Gordon klár í slaginn en hann fór meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea.

Manchester City: Ortega Moreno, Walker, Akanji, Dias, Gvardiol, Rodrigo, Kovacic, Bernardo, Foden, Doku, Haaland
(Varamenn: Carson, Stones, Ake, Grealish, Alvarez, Gomez, Nunes, Bobb, Lewis)

Newcastle: Dubravka, Murphy, Schär, Lascelles, Botman, Burn, Longstaff, Guimaraes, Willock, Isak, Gordon.
(Varamenn: Karius, Dummett, Ritchie, Targett, Krafth, Hall, Almiron, Anderson, Miley)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner