Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Zapata, Maldini og Castellanos hetjurnar í evrópubaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru fjórir leikir fram í ítalska boltanum í dag, þar sem Monza og Torino byrjuðu daginn á sigrum.

Monza lagði Cagliari að velli með marki frá Daniel Maldini á sama tíma og Dúvan Zapata skoraði og lagði svo upp fyrir Nikola Vlasic í sigri Torino í Údíne.

Lecce hafði betur á útivelli gegn Salernitana í fallbaráttuslag áður en Frosinone tók á móti þjálfaralausu liði Lazio í lokaleik dagsins.

Viðureignin var fjörug í Frosinone þar sem staðan var jöfn í leikhlé eftir mörk frá Pol Lirola og Mattia Zaccagni, sem skoraði eftir undirbúning frá Matteo Guendouzi.

Taty Castellanos kom inn af bekknum í síðari hálfleik og skoraði hann með sinni fyrstu snertingu og bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Mögnuð innkoma hjá Castellanos en heimamenn voru ekki á því að gefast upp og minnkaði Walid Cheddira muninn á 70. mínútu.

Það var hart barist á lokakaflanum og kom Frosinone boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna brots í aðdragandanum. Frosinone tókst að lokum ekki að jafna leikinn á ný og niðurstaðan 2-3 sigur Lazio.

Þessi sigur kemur eftir fjóra tapleiki í röð í öllum keppnum, sem urðu til þess að Maurizio Sarri sagði upp starfinu sínu á dögunum. Lazio er um miðja deild í Serie A, aðeins fjórum stigum frá evrópusæti.

Frosinone 2 - 3 Lazio
1-0 Pol Lirola ('13 )
1-1 Mattia Zaccagni ('38 )
1-2 Valentin Castellanos ('57 )
1-3 Valentin Castellanos ('62 )
2-3 Walid Cheddira ('70 )

Monza 1 - 0 Cagliari
1-0 Daniel Maldini ('42 )

Salernitana 0 - 1 Lecce
0-1 Norbert Gyomber ('17 , sjálfsmark)

Udinese 0 - 2 Torino
0-1 Duvan Zapata ('10 )
0-2 Nikola Vlasic ('53 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner