Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. mars 2024 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Vinicius með tvennu í góðum sigri
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans, þar sem topplið Real Madrid vann góðan sigur á útivelli gegn Osasuna.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Real Madrid leiddi í leikhlé eftir afar fjöruga byrjun á leiknum, þar sem þrjú mörk litu dagsins ljós á fyrstu átján mínútunum. Vinicius Junior og Dani Carvajal skoruðu fyrir Real á meðan Ante Budimir skoraði fyrir Osasuna.

Real tók algjöra stjórn á gangi mála í síðari hálfleik þar sem Brahim Diaz og Vinicius gerðu út um viðureignina með tveimur mörkum til viðbótar. Federico Valverde átti stórleik fyrir Real þar sem hann lagði þrjú af fjórum mörkum liðsins upp í 2-4 sigri.

Real er með tíu stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar en Girona getur minnkað bilið aftur niður í sjö stig með sigri á útivelli gegn Getafe síðar í dag.

Fyrr í dag átti Mallorca heimaleik gegn Granada og úr varð góður slagur. Heimamenn í Mallorca voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurmarkið sem Antonio Raillo skoraði á lokakaflanum.

Mallorca er átta stigum frá fallsvæðinu eftir þennan sigur, á meðan Granada er svo gott sem fallið niður um deild.

Osasuna 2 - 4 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('4 )
1-1 Ante Budimir ('7 )
1-2 Daniel Carvajal ('18 )
1-3 Brahim Diaz ('61 )
1-4 Vinicius Junior ('64 )
2-4 Iker Munoz ('90 )

Mallorca 1 - 0 Granada CF
1-0 Antonio Raillo ('85 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner