Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. maí 2023 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Stjarnan sigraði Val - FH og Selfoss af botninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það fóru þrír leikir fram í Bestu deild kvenna í kvöld þar sem Stjarnan lagði Val að velli í stórleik kvöldsins.


Stjörnukonur voru betri í fyrri hálfleik og tóku forystuna strax á áttundu mínútu, þegar boltinn datt fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur innan vítateigs og sýndi hún mikla yfirvegun til að setja boltann í netið.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti fyrirgjöfina sem endaði hjá Gunnhildi og tvöfaldaði hún svo forystuna sjálf eftir slæm mistök í vörn Vals. Úlfa vann boltann af Lillý Rut Hlynsdóttur hátt uppi á vellinum og kláraði sjálf.

Staðan var 2-0 í leikhlé og lögðu Valskonur allt í sóknarleikinn í síðari hálfleik, en boltinn rataði ekki í netið þrátt fyrir flotta spilamennsku Vals. Stjörnukonur vörðust gríðarlega vel og voru næstum búnar að gera þriðja mark leiksins úr skyndisókn í uppbótartíma.

Lokatölur 2-0 og Stjarnan jafnar Val þar með á stigum. Liðin deila öðru sæti Bestu deildarinnar, með sjö stig eftir fjórar umferðir.

Lestu um leikinn

Stjarnan 2 - 0 Valur
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('8)
2-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('26)

Selfoss og FH unnu þá sína fyrstu leiki á deildartímabilinu og eru bæði komin með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Þau deildu botnsæti deildarinnar fyrir þessa umferð.

Liðin áttu bæði heimaleiki þar sem Selfoss lagði Tindastól á meðan FH hafði betur gegn Keflavík. Lokatölur úr báðum leikjum urðu 3-1.

Á Selfossi tók Tindastóll forystuna snemma leiks en heimakonum tókst að snúa dæminu við og vinna að lokum sannfærandi sigur. Katla María Þórðardóttir var atkvæðamest með tvö mörk.

Í Hafnarfirði tók FH tveggja marka forystu snemma leiks og hefði getað bætt fleiri mörkum við en tókst ekki. Keflavík komst aftur inn í leikinn með marki í síðari hálfleik og var gríðarleg spenna í Hafnarfirði.

Keflvíkingar komust grátlega nálægt því að skora jöfnunarmark en FH fékk einnig sín dauðafæri og hreint með ólíkindum að boltinn hafi ekki ratað í netið fyrr en í uppbótartíma, þegar Esther Rós Arnarsdóttir innsiglaði sigur heimakvenna.

Lestu um Selfoss 3 - 1 Tindastóll

Lestu um FH 3 - 1 Keflavík

Selfoss 3 - 1 Tindastóll 
0-1 Melissa Alison Garcia ('13)
1-1 Katla María Þórðardóttir ('35)
2-1 Eva Lind Elíasdóttir ('43)
3-1 Katla María Þórðardóttir ('49)

FH 3 - 1 Keflavík
1-0 Arna Eiríksdóttir ('4)
2-0 Shaina Faiena Ashouri ('8)
2-1 Alma Rós Magnúsdóttir ('57)
3-1 Esther Rós Arnarsdóttir ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner