Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona kaupir japanskan landsliðsmann (Staðfest)
Hiroki Abe með Barcelona-treyjuna
Hiroki Abe með Barcelona-treyjuna
Mynd: Heimasíða Barcelona
Spænska félagið Barcelona festi í dag kaup á japanska landsliðsmanninum Hiroki Abe frá Kashima Antlers. Þetta var staðfest á heimasíðu Börsunga í dag.

Abe er 20 ára gamall vængmaður en hann var valinn efnilegasti leikmaður japönsku deildarinnar á síðasta tímabili og virðist lofa góðu.

Hann spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Japan á þessu ári og gerði svo fjögurra ára samning við Barcelona í dag. Frábært ár sem kappinn er að eiga.

Kaupverðið á honum er 1,1 milljón evra og kemur hann til með að spila í B-liði Barcelona.

Hann er talinn einn efnilegasti leikmaðurinn í Japan og er ljóst að hann mun spila fyrir U20 ára liðið á Ólympíuleikunum á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner