Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 16. júlí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casey Stoney tekur við San Diego (Staðfest)
Casey Stoney.
Casey Stoney.
Mynd: Getty Images
Casey Stoney, fyrrum þjálfari kvennaliðs Manchester United, er komin með nýtt verkefni.

Hún er tekin við sem þjálfari San Diego, sem er nýtt lið í bandarísku deildinni.

Hin 39 ára gamla Stoney þykir mjög frambærilegur þjálfari. Hún er eini þjálfari kvennaliðs Man Utd hingað til. Hún kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og var nálægt því að stýra liðinu í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Það gekk hins vegar ekki eftir.

Stoney ákvað að hætta með Man Utd eftir síðasta tímabil. Hún stýrði United í þrjú ár.

Forseti San Diego er Jill Ellis, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. San Diego tekur þátt í bandarísku deildinni í fyrsta sinn á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner