Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. júlí 2021 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörtur Hermannsson til Pisa (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermansson er genginn í raðir Pisa. Hjörtur kemur til Pisa á frjálsri sölu frá Bröndby þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Hjörtur varð danskur meistari með Bröndby í vor en samningur hans rann út eftir tímabilið.

Hann skrifar undir þriggja ára samning við ítalska félagið sem leikur í næstefstu deild, Serie B.

Hjörtur er 26 ára miðvörður sem uppalinn er í Fylki en hélt erlendis árið 2012. Hann á að baki 22 A-landsleiki og hefur í þeim skorað eitt mark.

Hjörtur fór í akademíuna hjá PSV árið 2012 en hélt til Gautaborgar árið 2016. Eftir hálft ár í Svíþjóð gekk Hjörtur í raðir Bröndby og hefur verið þar síðustu fimm ár.




Athugasemdir
banner
banner
banner