Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. júlí 2021 22:28
Victor Pálsson
Kórdrengir fengu markvörð frá Noregi (Staðfest)
Mynd: Google
Kórdrengir hafa samið við markvörð sem mun leika með liðinu í Lengjudeildinni á tímabilinu.

Kórdrengir hafa leitað að markverði síðustu daga en Lukas Jensen er farinn aftur til Burnley eftir að hafa leikið með liðinu á láni.

Franko Lalic, markvörður Þróttar, var orðaður við Kórdrengi en ekkert varð úr þeim skiptum.

Nú er Alexander Pedersen genginn í raðir liðsins en hann kemur til félagsins frá KFUM í Noregi.

Alexander býr yfir reynslu í Noregi og hefur spilað með liðum eins og Hönefoss, Kongsvinger og Start.

Einnig á Alexander að baki landsleiki fyrir U19 lið Noregs en hann hefur æfingar með Kórdrengjum í vikunni.

Athugasemdir
banner
banner