Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. júlí 2021 19:54
Victor Pálsson
Mjólkurbikar kvenna: Þróttur í úrslit í fyrsta sinn í sögunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 4 - 0 FH
1-0 Linda Líf Boama ('21 )
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('69 )
3-0 Dani Rhodes ('71 )
4-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('89 )

Lestu um leikinn

Þróttur Reykjavík er komið áfram í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna eftir leik við FH á Eimskipsvellinum í kvöld.

Þróttur lagði Selfoss að velli 4-1 í 8-liða úrslitum keppninnar á meðan FH vann Fylki með sömu markatölu.

Heimastúlkur voru ekki í miklum vandræðum í leik kvöldsins og fögnuðu að lokum sannfærandi 4-0 sigri.

Fyrsta mark leiksins skoraði Linda Líf Boama í fyrri hálfleik en þær Andrea Rut Bjarnadóttir og Dani Rhodes bættu við tveimur í þeim seinni.

Dani átti frábæra innkomu í þessum leik eins og kom fram í textalýsingu leiksins.

„Dani með sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik. Hún er búin að breyta leiknum með innkomu sinni!!" skrifar Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í lýsingu á leiknum.

Þróttur mun spila við annað hvort Breiðablik eða Val í úrslitaleiknum en þau lið eigast nú við í hinum undanúrslitaleiknum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þróttur spilar til úrslita í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner