Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. júlí 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex ekki í hóp gegn Everton - Saliba byrjar
Mynd: Getty Images
Rétt í þessu hófst æfingaleikur milli Arsenal og Everton. Leikurinn fer fram í Baltimore í Bandaríkjunum.

Rúnar Alex Rúnarsson ferðaðist með Arsenal til Bandaríkjana en hann er ekki í hópnum í kvöld.

Hjá Arsenal er hins vegar William Saliba en hann hefur verið á mála hjá félaginu frá 2019 en hefur ekki spilað keppnisleik fyrir félagið. Frammistaða hans með Marseille á síðustu leiktíð þar sem hann var á láni vakti mikla athygli.

Hann var m.a. valinn besti ungi leikmaður frönsku deildarinnar.

Arteta er spenntur fyrir honum og segir að hann sé í plönum sínum.

„Við getum ekki tryggt að einhver fái fast sæti í liðinu sama hver það er. Það sem við getum tryggt er að þeir sem við virkilega teljum að komi okkur á næsta stig, þeir munu spila margar mínútur," sagði Arteta.

„Hann er mjög efnilegur og hann hefur sýnt það síðastliðið ár hvað hann getur. Í fótbolta snýst þetta um hvað þú gerir á morgun, það sem þú gerðir fyrir mánuði eða þremur mánuðum, það skiptir engu. Hann fær tækifæri til að spila,"

Arsenal: Turner; Cedric, Saliba, Gabriel, Tavares; Partey, Xhaka, Odegaard; Saka, Jesus, Martinelli.


Bekkurinn:
Okonkwo, Bellerin, Mari, Walters, Holding, Maitland-Niles, Elneny, Lokonga, Torreira, Pepe, Nelson, Balogun, Nketiah.

Everton:
Pickford (c), Patterson, Nkounkou, Holgate, Mina, Godfrey, Doucoure, Davies, Dele, Calvert-Lewin.



Athugasemdir
banner
banner
banner