Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fim 16. ágúst 2018 21:39
Elvar Geir Magnússon
Ejub: Sumir dómarnir voru bara brandari
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkurliðsins.
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkurliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík, var ánægður með hetjulega baráttu sinna leikmanna í kvöld en þó svekktur að hafa ekki komist í bikarúrslit. Enda var liðið aðeins örfáum sekúndum frá Laugardalsvellinum.

Breiðablik jafnaði með flautumarki í framlengingu og vann vítaspyrnukeppnina í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  4 Víkingur Ó.

„Við vorum virkilega góðir allan tímann og Breiðablik átti ekki svar. Þess vegna er grátlegt að fá jöfnunarmark þegar tíminn er liðinn. Liðið mitt spilaði mjög vel, bæði taktískt og í vinnuframlagi. Það er vond tilfinning að hafa ekki komist."

Bæði mörk Blika komu eftir einstaklingsmistök Ólsara.

„Sérstaklega fyrra markið. En við vorum að spila gegn einu besta liði landsins, ef ekki því besta."

Breiðablik fékk margar aukaspyrnur fyrir utan teiginn og sást vel á Ejub að hann var ekki sáttur með þá.

„Ég las greinina þína í gær um að það þurfi að vernda leikmenn og ég er sammála því. Mér fannst samt sumir dómararnir í kvöld bara brandari. 4-5 aukspyrnur voru bara gefins. Ég ætla ekki að tala meira um dómarana, ég vil frekar tala um mitt lið," segir Ejub.

Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um framhaldið í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner