Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. ágúst 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Puel rekinn? - „Yrði ánægður fyrir hönd arftaka míns"
Starf Puel hjá Leicester er sagt í hættu.
Starf Puel hjá Leicester er sagt í hættu.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar sögðu frá því eftir tap Leicester gegn Manchester United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar að starf Claude Puel, knattspyrnustjóra Leicester, væri í hættu.

Þetta kom mjög á óvart þar sem þetta var, jú, aðeins fyrsti leikur tímabilsins og var Leicester alls ekki langt frá því að sækja stig af Old Trafford. Liðið spilaði vel í leiknum.

Puel er líklegur hjá mörgum veðbönkum að fá sparkið en hann hlustar ekki á sögusagnirnar.

„Þetta eru bara sögusagnir," sagði Puel við blaðamenn. „Ég yrði ánægður fyrir hönd arftaka míns vegna þess að hann myndi taka við góðu búi. Ég vil ekki tjá mig um sögusagnir."

„Starf mitt er að byggja eitthvað upp hér hjá Leicester. Sögusagnir eru ekki mitt áhyggjuefni."

Leicester mætir Úlfunum á heimavelli á laugardag í öðrum leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Roberto Martinez og Thierry Henry, sem störfuðu saman hjá belgíska landsliðinu hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner